Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. desember 2016 07:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
David Villa bestur í MLS deildinni
David Villa átti frábært tímabil í Bandaríkjunum.
David Villa átti frábært tímabil í Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn David Villa hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í bandarísku MLS deildinni.

Villa, sem leikur með New York, skoraði 23 mörk á tímabilinu og þótti oft á tíðum minna á gamalkunna takta frá því að hann lék með stórliði Barcelona.

Á eftir honum í kjörinu á leikmanni ársins komu Sebastian Giovinco frá Toronto og Bradley Wright-Phillips hjá New York Red Bulls

Toronto FC og Seattle Sounders mætast í úrslitaleik mótsins 10. desember.

Fyrrum leikmenn tímabilsins í MLS:
2015: Sebastian Giovinco – Toronto FC
2014: Robbie Keane – LA Galaxy
2013: Mike Magee – Chicago Fire
2012: Chris Wondolowski – San Jose Earthquakes
2011: Dwayne De Rosario – D.C. United
2010: David Ferreira – FC Dallas
2009: Landon Donovan – LA Galaxy
2008: Guillermo Barros Schelotto – Columbus Crew
2007: Luciano Emilio – D.C. United
2006: Christian Gomez – D.C. United
2005: Taylor Twellman – New England Revolution
2004: Amado Guevara – New York/New Jersey MetroStars
2003: Preki – Kansas City Wizards
2002: Carlos Ruiz – LA Galaxy
2001: Alex Pineda Chacon – Miami Fusion
2000: Tony Meola – Kansas City Wizards
1999: Jason Kreis – Dallas Burn
1998: Marco Etcheverry – D.C. United
1997: Preki – Kansas City Wizards
1996: Carlos Valderrama – Tampa Bay Mutiny
Athugasemdir
banner
banner
banner