Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. desember 2016 21:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Bjössi Hreiðars: Virkilega sáttir við að Dion sé kominn til okkar
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Valsmanna var himinlifandi með að fá Dion Acoff til félagsins.

Bandaríkjamaðurinn skrifaði undir samning við Val í dag en hann kom frá Þrótti.

Acoff er búinn að vera einn allra besti leikmaður Þróttar undanfarin tvö ár og voru mörg lið að fylgjast með honum.

„ Það er klárt mál að hann er mjög góð viðbót við sóknarlínu okkar. Dion getur spilað allar fjórar stöðurnar. Hann er leikinn og gríðarlega fljótur leikmaður ásamt því að hann gefur okkur skemmtilega möguleika í okkar leik," sagði Sigurbjörn í fréttatilkynningu sem Valur sendi frá sér í kvöld.

„Við höfum, eins og margir aðrir klúbbar, haft augastað á honum lengi og erum virkilega sáttir við að hann sé kominn til okkar."
Athugasemdir
banner
banner