Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   lau 10. desember 2016 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnar Bragi: Hugurinn í Pepsi-deildinni
Ragnar Bragi gekk í gær í raðir Víkings R.
Ragnar Bragi gekk í gær í raðir Víkings R.
Mynd: Víkingur R.
Víkingur R. styrkti sig til muna í gær þegar samningar náðust við Fylki um félagsskipti Ragnars Braga Sveinssonar úr Fylki yfir í Víking.

Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við Víkinga, en hann segist hafa metnað til þess að spila á meðal þeirra bestu í Pepsi-deildinni.

„Ég hef metnað til að spila á hæsta stigi og fékk það tækifæri með Víking og ákvað að hoppa á það," sagði Ragnar í viðtali í útvarpsþættinum Fótboltinu.net á X-inu FM 97,7 nú áðan. „Þetta var ekkert lengi að gerast sem er fínt, maður er í prófum og svona."

Fylkir féll niður í Inkasso-deildina eftir erfitt síðasta sumar, en Ragnar segir að síðasta tímabil hafi verið 11 á skalanum 1 upp í 10 hversu erfitt það var.

„Ég verð líklega að henda 11 á þetta. Þetta var rosalega pirrandi og sérstaklega að fara í gegnum þetta með uppeldisklúbbnum og klúbb sem maður var tilbúinn að gera allt fyrir."

Ragnar segir að það hafi að sjálfsögðu komið til greina að vera áfram og hjálpa Fylki í Inkasso-deildinni, en hugurinn var samt alltaf í Pepsi-deildinni.

„Það kom auðvitað til greina að vera áfram og taka slaginn, en hugurinn er bara að vera í Pepsi-deildinni og gera eitthvað meira úr því."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner