lau 10. desember 2016 21:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Spánn: Ramos tryggði Real dramatískan sigur
Sergio Ramos tryggði Real sigurinn í lokin.
Sergio Ramos tryggði Real sigurinn í lokin.
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann 3-2 sigur á Deportivo La Coruna í öðruvísi leik en flestir bjuggust við. Flestir bjuggust við öruggum og þægilegum sigri Real en sú varð ekki raunin.

Alvaro Morata kom þeim yfir á 50. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik. Deportivo liðið, sem er í botnbaráttu og aðeins stigi fyrir ofan fallsæti gafst hins vegar ekki upp.

Korteri seinna voru þeir nefnilega komnir yfir í leiknum þar sem fyrrum leikmaður Stoke, Joselu, skoraði tvíveigis og trúðu stuðningsmenn Real ekki sínum eigin augum.

Mariano Diaz Mejia jafnaði stuttu fyrir leikslok áður en Sergio Ramos tryggði Madrid stigin þrjú í uppbótartíma. Real eru því enn með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Real Madrid 3 - 2 Deportivo
1-0 Alvaro Morata ('50 )
1-1 Joselu ('63 )
1-2 Joselu ('65 )
2-2 Mariano Diaz ('84 )
3-2 Sergio Ramos ('90 )

Las Palmas 1 - 1 Leganes
1-0 Marko Livaja ('21 )
1-1 Miguel Angel Guerrero ('76 , víti)
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 20 12 4 4 39 18 +21 40
2 FK Krasnodar 20 11 6 3 30 17 +13 39
3 Dinamo 20 10 8 2 33 23 +10 38
4 CSKA 20 8 8 4 34 25 +9 32
5 Lokomotiv 20 8 8 4 32 27 +5 32
6 Spartak 20 9 4 7 27 26 +1 31
7 Kr. Sovetov 20 8 5 7 36 31 +5 29
8 Rubin 20 8 5 7 18 23 -5 29
9 Nizhnyi Novgorod 20 8 4 8 17 17 0 28
10 Rostov 20 7 6 7 28 30 -2 27
11 Fakel 20 6 7 7 18 20 -2 25
12 Akhmat Groznyi 20 5 5 10 19 25 -6 20
13 Orenburg 20 4 7 9 21 29 -8 19
14 Ural 20 5 4 11 19 33 -14 19
15 Baltica 20 3 5 12 12 25 -13 14
16 Sochi 20 3 4 13 19 33 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner