Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. desember 2016 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Conte: Diego Costa er alvöru stríðsmaður
Diego Costa fagnar með Gary Cahill.
Diego Costa fagnar með Gary Cahill.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Chelsea, segir að Diego Costa, framherji liðsins, sé stríðsmaður sem hefur engan áhuga á að koma sér í klandur þegar boltinn er ekki nærri.

Costa er búinn að vera besti framherjinn í ensku deildinni í vetur og skorað 11 mörk fyrir toppliðið. Spánverjinn hefur svo ekki misst af einum einasta leik vegna leikbanns á leiktíðinni.

Eins ótrúlegt og það hljómar þá hefur Costa ekki fengið rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur oftar en einu sinni farið í bann vegna fjölda gulra spjalda og slæmrar hegðunar.

„Diego er alvöru stríðsmaður og góður fyrir liðið. Það er mikilvægt að hafa stríðsmenn í liðinu. Hver einasti leikur er barátta og það er mikilvægt að vera með stæðilega leikmenn."

„Costa er búinn að sýna mikla ástríðu og hann hefur verið að nota ástríðuna á réttan hátt til að gera það besta fyrir liðið og hann hefur ekki lengur áhuga á því sem er að gerast þegar boltinn er eigi nærri," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner