Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. desember 2016 07:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Myndband: Pirraður Mark Hughes fór af fréttamannafundi
Mark Hughes
Mark Hughes
Mynd: Getty Images
Arsenal vann 3-1 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Charlie Adam kom Stoke yfir úr vítaspyrnu en Arsenal svaraði með mörkum frá Theo Walcott, Mesut Özil og Alex Iwobi.

Ákveðinn rígur hefur myndast á milli félagana eftir að Ryan Shawcross fótbraut Aaron Ramsey í leik þeirra á milli árið 2010.

Ramsey neitað að taka afsökunarbeðni Shawcross og er hann því ekki mikils metinn af stuðningsmönnum Stoke. Einhverjir stuðningsmenn Stoke sungu níðssöngva um Ramsey í dag og var Mark Hughes, þjálfari liðsins spurður af þessu á fréttamannafundi eftir leik.

Hughes var ekki sáttur við spurninguna og fór hann af fundinum á meðan hann sagðist ekki hafa heyrt þá. Hér að neðan má sjá fréttamannafundinn en undir lok myndbandsins rýkur hann af fundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner