Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. desember 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sunday Mirror: Knattspyrnusambandið gæti tekið stig af Chelsea
Conte og félagar gætu misst stig í toppbaráttunni.
Conte og félagar gætu misst stig í toppbaráttunni.
Mynd: Getty Images
Sunday Mirror greinir frá því að enska knattspyrnusambandið gæti tekið einhver stig af Chelsea, eftir áflog sem mynduðust í leik þeirra gegn Manchester City um síðustu helgi.

Sergio Aguero og Fernandinho, leikmenn City, fengu báðir rautt spjald eftir áflog sem mynduðust eftir að Aguero tæklaði David Luiz ansi illa og sauð upp úr á milli leikmanna liðanna.

Bæði lið fengu ákæru frá knattspyrnusambandinu en þrátt fyrir að City missti tvo menn af velli, gæti það verið Chelsea sem fer verr út úr málinu.

Chelsea hefur nú þegar fengið fjórar sektir fyrir svipuð brot á síðustu 19 mánuðum og sauð t.d upp úr á milli leikmanna í leik liðsins gegn Tottenham undir lok síðustu leiktíðar en þá fengu níu leikmenn gult spjald.

Lúndúnarfélagið fékk þá háa sekt og viðvörun um að svipuð atvik gæti orðið til þess að stig yrði tekin af þeim. Missi Chelsea stig verður það í fyrsta skipti í 26 ár sem knattspyrnusambandið beitir slíkum refsingum en Manchester United og Arsenal misstu bæði stig eftir áflog á milli leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner