Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 11. desember 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Stuðningsmaður Swansea: Værum með 0 stig án Gylfa
Gylfi hefur verið sjóðheitur á leiktíðinni.
Gylfi hefur verið sjóðheitur á leiktíðinni.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að vera áberandi besti leikmaður Swansea á leiktíðinni.

Swansea vann Sunderland í fallslag í gær en lokatölur urðu 3-0. Gylfi skoraði fyrsta markið sjálfur og lagði síðan upp mark á Spánverjann Fernando Llorente og var mikið hrósað fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Gylfi er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann er markahæsti leikmaður þess í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur komið af 37.7% marka Swansea síðan hann gekk til liðs við félagið.

Stuðningsmenn þess voru að sjálfsögðu ánægðir með sinn mann í gær og þeir lýstu því á Twitter. Einn þeirra hélt því fram að Swansea væri án stiga í deildinni ef ekki væri fyrir Gylfa á meðan annar hrósar Gylfa en skýtur föstum skotum á aðra leikmenn liðsins og kallar þá fatlaða.

Hér má sjá tíst stuðningsmannanna.






Athugasemdir
banner
banner