Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 11. desember 2016 09:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guardiola: Mikið um tæklingar á Englandi en ég æfi aldrei tæklingar
Illa hefur gengið hjá Manchester City nýlega.
Illa hefur gengið hjá Manchester City nýlega.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola segir að Manchester City æfi ekki tæklingar undir hans stjórn.

City tapaði illa gegn Leicester í gær en lokatölur urðu 4-2, Leicester í vil. Varnarleikur City var býsna slakur en staðan var 3-0 eftir aðeins 20 mínútur.

Manchester liðið var 78% með boltann í leiknum en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að vinna leikinn og hafa þeir aðeins náð 12 stigum af 27 mögulegum undanfarnar vikur.

Varnarmenn City voru gagnrýndir fyrir leikinn í gær en liðið vann ekki eina einustu tæklingu í leiknum fyrr en á 35. mínútur.

„Það er mikið um tæklingar á Englandi en ég er ekki þjálfari sem æfir tæklingar. Ég vil að við skorum mörk," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner