Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 11. desember 2016 11:08
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Chelsea og WBA: Sama uppskrift og venjulega
Nemanja Matic er kominn í byrjunarliðið á nýjan leik.
Nemanja Matic er kominn í byrjunarliðið á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Það er nákvæmlega ekki neitt sem kemur á óvart í byrjunarliði Chelsea sem mætir West Brom á Samford Bridge kl 12:00.

Antonio Conte gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu. Cesc Fabregas er kominn á bekkinn á nýjan leik eftir að hafa komið í stað Nemanja Matic í síðasta leik. Chelsea getur náð þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri.

West Brom er svo óbreytt í fimmta deildaleiknum í röð og er því fátt sem kemur á óvart í byrjunarliðunum. WBA hefur komið á óvart í vetur og aðeins tapað tveim af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum.


Byrjunarlið Chelsea:
Courtois; Azpilicueta, David Luiz, Cahill (c); Moses, Kante, Matic, Alonso; Pedro, Diego Costa, Hazard.

Byrjunarlið WBA:
Foster; Dawson, McAuley, Evans, Nyom; Yacob, Fletcher (c); Brunt, Morrison, Phillips; Rondon
Athugasemdir
banner
banner