mið 21. desember 2016 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur endursemur við Fulham
Jón Dagur verður áfram í herbúðum Fulham
Jón Dagur verður áfram í herbúðum Fulham
Mynd: Facebook - Total Football
Hinn efnilegi Jón Dagur Þorsteinsson hefur framlengt samning sinn við enska félagið Fulham, en þetta kemur fram á Facebook-síðu umboðsskrifstofunnar Total Football í kvöld.

Jón Dagur hefur verið að gera góða hluti með unglinga- og U23 ára liði Fulham og nú hefur hann skrifað undir nýjan samning.

Jón Dagur, sem er 18 ára gamall, er uppalinn hjá HK í Kópavogi. Hann gekk til liðs við Fulham í ágúst á síðasta ári og hefur verið að gera vel.

Framtíðin er björt hjá þessum efnilega dreng, en hann hefur m.a. verið duglegur við að skora falleg mörk. Mark hans í 3-2 tapi U-18 ára liðs Fulham gegn Aston Villa í síðasta mánuði var valið mark mánaðarins hjá stuðningsmönnum félagsins. Það má sjá með því að smella að smella hér.

Það er spurning hvenær fyrsti sénsinn með aðalliði Fulham kemur, en það fer eflaust að styttast í það. Fulham er í níunda sæti Championship-deildarinnar með 33 stig að loknum 22 leikjum.
Athugasemdir
banner