Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. janúar 2017 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kane segir Tottenham geta orðið enska meistara
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Tottenham er betra lið en þeir voru á síðustu leiktíð og með sjálfstraust til að vinna ensku úrvalsdeildina, ef marka má orð Harry Kane, framherja liðsins.

Lærisveinar Mauricio Pocchettino komust nærri því á síðustu leiktíð, áður en slæmur lokakafli á tímabilinu varð til þess að Spurs endaði í 3. sæti á eftir Arsenal og Leicester.

Kane skoraði þrennu gegn WBA um helgina og fór Tottenham upp í 3. sæti fyrir vikið. Framherjinn segir að Tottenham geti tekið næsta skref á þessari leiktíð.

„Við getum klárlega unnið deildina. Við vorum nálægt því á síðustu leiktíð. Það var góð reynsla að taka þátt í því en við erum enn betri núna og við höfum vaxið sem lið."

„Við getum notað reynsluna sem við fengum á síðustu leiktið og tekið næsta skref núna," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner