Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. janúar 2017 21:59
Jóhann Ingi Hafþórsson
Louis van Gaal hættur
Louis van Gaal er hættur.
Louis van Gaal er hættur.
Mynd: Getty Images
Hollenski þjálfarinn Louis van Gaal er hættur afskiptum af knattspyrnu og var starfið hans hjá Manchester United það síðasta sem hann tók að sér.

Val Gaal er 65 ára og taldi hann að þetta væri komið gott eftir 20 ára þjálfaraferil.

Hann hóf þjálfaraferilinn sem aðstoðarmaður, fyrst hjá AZ Alkmaar og svo Ajax, áður en hann tók við sem aðalþjálfari Ajax þar sem hann vann m.a Meistaradeildina.

Eftir það tóku við þrjú ár hjá Barcelona, áður en hann tók við hollenska landsliðinu og svo aftur Barcelona þar sem hann var aðeins í eitt ár, áður en hann tók við sem aðalþjálfari AZ Alkmaar.

Bayern Munchen og hollenska landsliðið tóku svo við, áður en hann loks tók við stjórn Manchester United þar sem hann var í tvö ár.

Van Gaal er skrautlegur persónuleiki og lenti hann oft upp á kant við hina ýmsu menn, hvort sem það voru leikmenn, þjálfarar eða fréttamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner