Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. janúar 2017 09:07
Magnús Már Einarsson
Zlatan telur að emoji dæmið hafi ekki truflað Pogba
Zlatan og Pogba.
Zlatan og Pogba.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, hefur komið liðsfélaga sínum Paul Pogba til varnar.

Pogba átti dapran leik gegn Liverpool í fyrradag. Fyrir leikinn var greint frá því að Pogba væri fyrsti fótboltamaðurinn til að fá eigin „emoji" á Twitter undir #pogba. Auglýsingaskilti voru meðal annars á vellinum til að auglýsa #pogba.

Margir vilja meina að „emoji" ævintýrið hafi truflað Pogba í leiknum en Zlatan telur svo ekki vera.

„Samfélagsmiðla eru hluti af leiknum núna," sagði Zlatan.

„Ég held að Paul vilji hafa þessa pressu því án hennar þá værum við ekki á tánum. Ef þú vilt spila með toppliði þá er pressa 24 klukkutíma á sólarhring og ef þú spilar vel þá verður pressan ennþá meiri."

Sjá einnig:
Maggi Gylfa: Pogba hefði gott af því að búa hjá Ferguson
Pogba skrifaði skilaboð til stuðningsmanna Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner