Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. janúar 2017 10:45
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Gott skref fyrir Sverri
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Lokeren, segist í viðtali á vef Morgunblaðsins vera ánægður fyrir hönd Sverris Inga Ingasonar með að fá tækifæri til að leika í spænsku úrvalsdeildinni.

Sverrir er á förum frá belgíska félaginu Lokeren til Granada á Spáni en spænskir fjölmiðlar segja kaupverðið vera í kringum 1,5 milljón evra.

„Ég er mjög ánægður fyr­ir hans hönd, þetta er gott skref upp á við fyr­ir hann á sín­um ferli. Þetta gef­ur hon­um góða mögu­leika til að ná enn lengra," sagði Rún­ar í viðtali við mbl.is í dag.

Sverrir kom til Lokeren frá norska félaginu Viking fyrir tveimur árum en hann hefur staðið sig mjög vel í belgísku úrvalsdeildinni síðan þá.

Hinn 23 ára gamli Sverrir hefur skorað þrjú mörk í níu leikjum með íslenska landsliðinu en hann kom við sögu í tveimur leikjum á EM í Frakklandi í fyrrasumar.

Granada er í næstneðsta sæti í La Liga, sex stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur fengið 39 mörk á sig í vetur eða flest allra liða í deildinni og einungis unnið einn leik, gegn liði Sevilla sem er í 2. sæti. Sverrir á að reyna að hjálpa Granada að snúa þessu slaka gengi við.
Athugasemdir
banner
banner