Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. janúar 2017 18:07
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
FIFA svarar Liverpool á föstudag um hvort mál Matip verði opnað
Joel Matip gæti misst af 6-8 leikjum með Liverpool
Joel Matip gæti misst af 6-8 leikjum með Liverpool
Mynd: Getty Images
FIFA mun á föstudag svara Liverpool hvort þeir opni mál Joel Matip, leikmann félagsins eða ekki en Liverpool vill fá að vita hvort Matip megi spila með liðinu eða ekki á meðan Afríkumótið stendur.

Matip gat ekki spilað í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United vegna þessa undarlega máls en leikmaðurinn neitaði að spila fyrir Kamerún á Afríkumótinu sem nú er í gangi.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool sagðist ekki vera 100% viss um hvort Matip mætti spila með liðinu.

Matip hefur ekki spilað með landsliði Kamerún síðan árið 2015 en reglur FIFA segja að leikmenn gætu verið ólöglegir með félagsliðum sínum ef þeir neita að spila fyrir landslið sín.

Matip gæti misst af 6-8 leikjum með Liverpool fái hann ekki leyfi frá FIFA.

„Ég vil ekki kenna neinum um en stuðningsmennirnir eiga rétt á að vita hvað er í gangi. Við höfum ekki gert neitt rangt og Matip hefur ekki gert neitt rangt heldur. FIFA sagði okkur að á föstudag munu þeir ákveða hvort þeir muni opna málið eða ekki," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner