Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. janúar 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
44 ára gamall og spilaði í Afríkukeppninni
Essam El-Hadary, elsti leikmaður í sögu Afríkukeppninnar
Essam El-Hadary, elsti leikmaður í sögu Afríkukeppninnar
Mynd: Getty Images
Egypski markvörðurinn Essam El-Hadary varð í kvöld elsti leikmaður í sögu Afríkukeppninnar til þess að spila í Afríkukeppninni en hann er 44 ára gamall.

Aðalmarkvörður Egyptalands, Ahmed El-Shenawy meiddist í leiknum í kvöld gegn Malí og kom El-Hadary inn á völlinn á 25. mínútu.

El-Hadary varð 44 ára fyrir tveimur dögum og var hann að spila sinn 148 landsleik fyrir Egyptaland.

El-Hadary hefur sigrað Afríkukeppnina fjórum sinnum með Egyptalandi, fyrst árið 1998 og var hann valinn besti markvörður mótsins þá. Einnig hefur hann unnið keppnina árin 2006, 2008 og 2010.

FIFA óskaði honum til hamingju eftir leikinn.



Athugasemdir
banner