Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. janúar 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fyrrum leikmaður West Ham til Chapecoense
Wellington Paulista er genginn til liðs við Chapecoense
Wellington Paulista er genginn til liðs við Chapecoense
Mynd: Getty Images
Wellington Paulista varð í kvöld 23. leikmaðurinn til þess að ganga til liðs við brasilíska félagið Chapecoense en félagið missti næstum allt liðið sitt í hræðilegu flugslysi þann 28. nóvember síðastliðinn.

Paulista var að mála hjá West Ham í sex mánuði tímabilið 2013-14 en mistókst að spila leik fyrir aðallið félagsins.

Paulista gengur til liðs við Chapecoense á eins árs lánssamningi frá Fluminense.

Mörg brasilísk félög hafa rétt fram hjálparhönd til Chapecoense og er Paulista 23. leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið.

„Það er mér mikill heiður að fá að klæðast treyju Chapecoense, eftir allt það sem gerðist," hafði Paulista að segja um félagaskiptin.
Athugasemdir
banner
banner