Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. janúar 2017 23:04
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Sandra María Jessen: Ég er fyrst og fremst ótrúlega sár
Sandra María í leik með Þór/KA
Sandra María í leik með Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eins og greint var frá fyrr í kvöld þá hefur KA ákveðið að slíta samstarfinu við Þór og tefla fram sínu eigin liði frá og með haustinu 2017.

Í viðtali við mbl.is þá segir Sandra María Jessen, landsliðskona og leikmaður Þór/KA að hún sé fyrst og fremst ótrúlega sár með þessa ákvörðun KA.

Sjálf er Sandra skráð í Þór en hún þjálfar hjá KA. Hún segir hins vegar líklega að nú muni hún hætta því.

„Núna eftir að þetta gerðist langar mig ekki lengur að þjálfa fyrir KA. Það er ekki vegna þess að upp­bygg­ing­in sé ekki góð eða um­gjörðin lé­leg, held­ur vegna þess að þetta særði mig rosa­lega mikið. Eins og staðan er núna þá er lík­legra en ekki að ég muni hætta þjálf­un," sagði Sandra við mbl.is.

Þá segir Sandra að þetta gæti haft mikil áhrif á framtíð kvennaknattspyrnunnar á Akureyri og jafnvel hvetja stelpur til þess að fara suður og er Sandra einnig ósátt með hversu litlar upplýsingar hafa verið veittar af hálfu félaganna.

„Að við þurf­um að lesa um þetta á net­inu og vita jafn­vel minna um þetta mál en aðrir. Ég sem og flest­ar í liðinu erum bara í hálf­gerðu sjokki. Það hef­ur ekki ein mann­eskja komið og rætt við okk­ur. Það vant­ar upp­lýs­ingaflæði til okk­ar sem málið snert­ir mest. Þetta hef­ur mik­il áhrif á okk­ur og ég á eig­in­lega ekki orð til þess að lýsa því nema bara að þetta er skelfi­legt," sagði Sandra að lokum við mbl.is.


Athugasemdir
banner
banner
banner