Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. janúar 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Van Gaal: Ég er ekki hættur
Van Gaal var rekinn frá United í maí.
Van Gaal var rekinn frá United í maí.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, segir ekki rétt að hann hafi ákveðið að hætta í þjálfun.

Van Gaal sagði við hollenska blaðið De Telegraaf í fyrrakvöld að hann væri hættur. Blaðið sagði að sviplegt dauðsfall tengdasonar hans hefði haft mikið að segja í ákvörðuninni.

Í gær steig Van Gaal hins vegar fram í útvarpsviðtali hjá Cadena Ser á Spáni þar sem hann sagðist ekki vera búinn að taka endanlega ákvörðun.

„Það veltur á tilboðunum sem ég fæ hvort ég haldi áfram eða ekki," sagð hinn 65 ára gamli van Gaal en hann segist hafa hafnað tilboði frá Valencia á dögunum.

„Það er ekki satt að ég sé hættur, ekki í augnablikinu, en ég ætla að ákveða þetta þegar orlofi mínu lýkur í júní eða júlí."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner