Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. janúar 2017 10:13
Magnús Már Einarsson
Memphis mættur til Frakklands
Á leið til Lyon.
Á leið til Lyon.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay, kantmaður Manchester United, er mættur til Frakklands til að ganga frá samningi við Lyon.

Félögin hafa náð samkomulagi um kaupverð upp á 16 milljónir punda en það getur hækkað síðar upp í 21,7 milljón punda.

Hinn 22 ára gamli Memphis hefur skorað sjö mörk í 53 leikjum síðan hann kom til Man Utd fyrir 31 milljón punda frá PSV Eindhoven í maí 2015.

Memphis hefur hins vegar ekki átt fast sæti í liði United á þessu tímabili.

Memphis mætti til Frakklands í gærkvöldi með einkaflugvél og reikna má með að gengið verði frá félagaskiptunum í dag eða á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner