Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Dortmund gegn Bremen í beinni
Dortmund þarf sigur í dag.
Dortmund þarf sigur í dag.
Mynd: Getty Images
Laugardagar eru alltaf fjörugir í fótboltanum og núna þegar þýski boltinn er að komast aftur á skrið, þá verða þeir bara enn skemmtilegri!

Í dag eru sex leikir í þýsku úrvalsdeildinni, en deildin er að fara aftur í gang eftir vetrarfrí. Fimm þeirra sex leikja sem eru í dag hefjast kl. 14:30.

Stærsti leikur dagsins er á milli Werder Bremen og Borussia Dortmund. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4, en Aron Jóhannsson er ekki með Werder í dag vegna meiðsla.

Lokaleikur dagsins er á milli spútnikliðsins RB Leipzig og Eintracht Frankfurt. RB Leipzig hefur komið öllum á óvart, en þeir eru í öðru sæti, nokkrum stigum á eftir toppliði Bayern.

Laugardagurinn 21. janúar
14:30 Schalke - Ingolstadt
14:30 Wolfsburg - Hamburger SV
14:30 Augsburg - Hoffenheim
14:30 Werder Bremen - Borussia Dortmund (Stöð 2 Sport 4)
14:30 Darmstadt - Borussia M'gladbach
17:30 RB Leipzig - Eintracht Frankfurt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner