banner
   fös 20. janúar 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Aubameyang: Enginn getur spáð fyrir um framtíðina
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund í Þýskalandi, útilokar það ekki að skipta um lið þegar næsta sumar gengur í garð.

Aubameyang, sem er í augnablikinu að spila í Afríkukeppninni með Gabon, hefur verið orðaður við fjölmörg félög á undanförnum mánuðum, þar á meðal Man City og Real Madrid.

Aubameyang er samningsbundinn Dortmund til 2020, en þrátt fyrir segir hann það mögulegt að hann gæti farið annað næsta sumar.

„Enginn getur spáð fyrir um framtíðina," sagði Aubameyang við þýska dagblaðið Fussball Bild.

„Ég elska lífið hjá Dortmund, en ég get ekki sagt með vissu að ég verði hér áfram í tvö ár til viðbótar, eða fimm ár eða tíu. Það er alveg mögulegt að eitthvað félag nái samkomulagi við Dortmund í júní og að ég fari."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner