banner
   fös 20. janúar 2017 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmót kvenna: Fjör í fyrri hjá Fjölni og HK/Víking
HK/Víkingur kom til baka gegn Fjölni.
HK/Víkingur kom til baka gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
Fjölnir 2 - 2 HK/Víkingur
1-0 Harpa Lind Guðnadóttir ('15 )
2-0 Ásta Sigrún Friðriksdótir ('28 )
2-1 Edda Mjöll Karlsdóttir ('36 )
2-2 Karólína Jack ('40 )

Fjölnir og HK/Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í B-riðli Reykjavíkurmóts kvenna í kvöld, en leikið var inni í Egilshöllinni.

Fjölnir, sem var að spila sinn fyrsta leik í mótinu, komst yfir eftir korters-leik þegar Harpa Lind Guðnadóttir skoraði og ekki löngu eftir það var Ásta Sigrún Friðriksdóttir búin að bæta við öðru marki Fjölnis í leiknum.

Hlutirnir litu vel út fyrir Fjölni á þessum tímapunkti, en það var fljótt að breytast. Edda Mjöll Karlsdóttir minnkaði muninn á 36. mínútu og fjórum mínútum síðar jafnaði Karólína Jack.

Það var ekkert skorað í seinni hálfleiknum og lokaniðurstaðan því 2-2.
Bæði lið eru með eitt stig í riðlinum, en KR situr á toppnum eftir öruggan sigur á HK/Víkingi í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner