Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. janúar 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Forseti Atletico: Griezmann er ekki að fara neitt
Griezmann er eftirsóttur.
Griezmann er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, ætlar að berjast af fullum krafti fyrrir Antoine Griezmann, en sá franski er ekki að fara neitt ef forsetinn fær einhverju ráðið um það.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, sagði það í vikunni að hann myndi ekki standa í vegi fyrir Griezmann ef hann myndi vilja fara.

Griezmann hefur verið orðaður við flest af stærstu liðum Evrópu, en hann hefur verið orðaður hvað mest við Manchester United.

„Við höfum fengið mörg tilboð," sagði Cerezo. „Ég veit ekki hvað mun koma úr þessum áhuga Manchester United. Það sem ég get sagt er að Griezmann verður leikmaður Atletico í langan tíma."

Griezmann er á samningi hjá Atletico til ársins 2021, en hann varð þriðji í kjörinu um göllknöttinn á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner