Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2017 18:14
Kristófer Kristjánsson
Mourinho: Markmaður andstæðinganna er alltaf frábær gegn okkur
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United var ekki sérstaklega sáttur við 1-1 jafntefli sinna manna gegn Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann segir Stoke aðeins hafa reynt að vinna þangað til þeir komust yfir ásamt því að hann sagði markmenn andstæðinganna alltaf eiga góðan leik gegn United.

„Þetta var leikur á milli tveggja liða sem reyndnu að vinna leikinn, þangað til þeir komust yfir. Þá reyndu þeir bara að verjast og þeir gerðu það virkilega vel. Þeir lögðu mikið á sig og gerðu allt til að stoppa okkur á meðan við gerðum allt sem við gátum til að brjóta þá niður."

„Við brenndum af ótrúlegum færum. Við settum boltann í stöngina og markmaðurinn þeirra varði vel. Við erum búnir að gera of mörg jafntefli miðað við frammistöðurnar okkar. Markmaður andstæðinganna er alltaf frábær gegn okkur."

Wayne Rooney er orðinn markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United og segir Mourinho að Rooney sé orðinn goðsögn hjá félaginu.

„Þetta met er met hjá stærsta félagi Englands og einu stærsta félagi heims. Það var goðsögn sem átti metið fyrir og núna er Wayne Rooney orðinn goðsögn hjá Manchester United," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner