sun 22. janúar 2017 23:30
Kristófer Kristjánsson
Arsene Wenger neitar því að hafa ýtt dómaranum
Wenger var sendur upp í stúku í dag
Wenger var sendur upp í stúku í dag
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, brást illa við á Emirates vellinum í dag þegar Jon Moss, dómari, gaf Burnley vítaspyrnu í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Á meðan Andre Gray afgreiddi vítaspyrnuna í netið og jafnaði leikinn horfði Wenger á leikinn frá göngunum á meðan aðstoðardómari Anthony Taylor reyndi að reka hann í burt og virtist Frakkinn ýta við dómaranum í svekkelsi sínu.

Wenger, í viðtali við Sky Sports, harðneitar því hinsvegar að hafa ýtt við Anthony Taylor.

„Nei, nei, nei," sagði Wenger beint eftir leik, „ég fór bara inn og ætlaði að horfa á leikinn frá göngunum. Ég hélt ég mætti það."

Aðspurður af hverju hann var rekinn upp í stúku sagði Wenger einfaldlega: „Ég hefði átt að halda kjafti. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki gert það."
Athugasemdir
banner
banner
banner