Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. janúar 2017 22:30
Kristófer Kristjánsson
Conte: Vona að sögusagnirnar um Costa séu búnar
Diego Costa & Antonio Conte
Diego Costa & Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var að vonum sáttur með sína menn í dag en Chelsea jók forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í átta sig eftir 2-0 sigur á Hull City.

Mikið hefur verið ritað um framtíð Diego Costa en hann sneri aftur í lið Chelsea í dag og skoraði fyrsta mark leiksins. Conte vonar að þetta bindi enda á sögusagnir um framherjann.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd og vona að sögusagnirnar séu núna búnar. Hann spilaði mjög vel," sagði Conte við blaðamenn BBC.

„Leikurinn var okkur erfiður, andstæðingurinn okkar í dag var mjög skipulagður og það var erfitt að brjóta þá niður. Við erum komnir í seinni helming tímabilsins núna og hver einasti leikur er erfiður, það er þannig hjá öllum."
Athugasemdir
banner
banner
banner