mán 23. janúar 2017 09:15
Magnús Már Einarsson
Man Utd ákveður með Lindelöf í vikunni
Powerade
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: Getty Images
Ivanovic er orðaður við Everton.
Ivanovic er orðaður við Everton.
Mynd: Getty Images
Átta dagar eru í að félagaskiptaglugginn loki. Hér er slúðurskammtur dagsins!



Jose Mourinho ætlar ekki að koma í veg fyrir að Wayne Rooney (31) fari frá Manchester United í kínversku deildina. Guangzhou Evergrande og Beijing Guaoan eru bæði reiðbúin að borga Rooney 700 þúsund pund á viku. (Daily Mirror)

Everton ætlar að reyna að fá Branislav Ivanovic (32) frá Chelsea til að fylla skarð Phil Jagielka (34) sem er á leið til Sunderland. (Daily Express)

Jack Wilshere ætlar að ákveða framtíð sína í lok tímabils. Wilshere er samningsbundinn Arsenal í eitt og hálft ár í viðbót en hann er á láni hjá Bournemouth í augnablikinu. Chelsea og AC Milan hafa áhuga á Wilshere. (Daily Mirror)

Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, vill að Arsene Wenger fari í alngt bann eftir að hann ýtti fjórða dómaranum í leik gegn Burnley í gær. (Daily Mail)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, veit ekki hvort Diego Costa (28) fái nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út árið 2019. (Sun)

Manchester United ætlar að ákveða í vikunni hvort félagið kaupir varnarmanninn Victor Lindelöf (22) frá Benfica á 38 milljónir punda. (Daily star)

Goncalo Guedes (20), kantmaður Benfica, er á förum frá félaginu. Guedes kostar 26 milljónir punda en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Record)

Gerard Deulofeu, kantmaður Everton, fer í læknisskoðun hjá AC Milan í dag áður en hann gengur til liðs við félagið á láni. (Sun)

Lazar Markovic, kantmaður Liverpool, er á leið aftur til Englands eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Sporting Lisabon í Portúgal. Markovic gæti gengið til liðs við Hull á láni. (Liverpool Echo)

Watford ætlar að fá Mauro Zarate (29) á láni frá Fiorentina út tímabilið. Watford gæti síðan keypt Zarate á 2,4 milljónir punda í sumar. (Daily Mirror)

Sænski framherjinn Alexander Isak (17) er á leið til Borussia Dortmund en hann hafði verið sterklega orðaður við Real Madrid. (Guardian)

Scott Hogan (24), framherji Brentford, gengur í raðir West Ham í vikunni. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner