Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. janúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Breiðablik ætla að styrkja sig - Bamberg ekki áfram
Gætu fengið liðsstyrk frá Danmörku
Daniel Bamberg.
Daniel Bamberg.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks.
Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Daniel Bamberg verður ekki áfram hjá Breiðabliki á næsta tímabili en þetta kemur fram í viðtali á Blikar.is við Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.

Hinn 32 ára gamli Bamberg spilaði alla leiki Blika Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk. Bamberg lék áður í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Noregi en miklar vonir voru bundnar við hann fyrir tímabilið.

Frammistaða hans var ekki eins góð og vonast hafði verið eftir og Blikar hafa ákveðið að semja ekki áfram við Bamberg.

Um helgina gekk Alfons Sampsted í raðir IFK Norrköpping en margir leikmenn hafa horfið úr leikmannahópi Breiðabliks í vetur. Eysteinn segir að Blikar þurfi að styrkja sig til að geta blandað sér í toppbaráttuna í Pepsi-deildinni í sumar.

„Við munum bæta við okkur í framlínuna og munu einhverjir leikmenn koma til prufu til okkar á næstu vikum. Við höfum meðal annars verið í sambandi við Danmörku þannig að ekki er ólíklegt að leikmaður komi þaðan," sagði Eysteinn.

„Við vitum að akkilesarhæll okkar undanfarin ár hefur verið markaskorunin þannig að við erum einkum að skoða styrkingu fram á við. Svo sjáum við hvernig þeir strákar sem eru að æfa núna munu spjara sig í þeim æfingamótum sem eru framundan. Hugsanlega þurfum við skoða aðrar stöður en fyrst um sinn einbeitum við okkur að framlínunni.“

Blikar hafa verið nokkuð rólegir á leikmannamarkaðinum í vetur en í Fótbolta.net hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Um er að ræða leikmenn sem voru á láni í neðri deildunum í fyrrasumar.

„Við höfum nýlega gert samning við danska sóknarmanninn Martin Lund Pedersen. Hann skoraði 9 mörk með Fjölni á síðasta tímabili og sýndi það og sannaði að hann er mjög sterkur leikmaður. Svo má ekki gleyma því að við höfum átt Íslandsmeistara í 2. flokki undanfarin tvö ár og þar hafa margir öflugir leikmenn verið að koma upp á undanförnum árum. Við lánuðum nokkra af þeim leikmönnum í önnur lið og þar fengu þeir góða reynslu. Lánsmenn frá okkur voru til dæmis að spila með Þrótti í efstu deild, Þór, Fram og Selfoss í 1. deildinni og svo hjá Vestra í 2. deildinni. Þetta hefur gefið góða raun og má til dæmis geta að Alfons var lánaður í Þór sumarið 2015 og nú er hann kominn í atvinnumennsku," sagði Eysteinn í viðtalinu á Blikar.is.

Komnir:
Martin Lund Pedersen frá Fjölni

Farnir:
Alfons Sampsted til Norrköping
Aron Snær Friðriksson í Fylki
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í KR
Árni Vilhjálmsson í Jönköping (Var á láni)
Ágúst Eðvald Hlynsson til Norwich
Daniel Bamberg
Elfar Freyr Helgason til Horsens (Á láni)
Ellert Hreinsson
Jonathan Glenn
Kári Ársælsson hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner