Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. janúar 2017 22:30
Kristófer Kristjánsson
Iheanacho fer ekki frá City í janúar
Kelechi Iheanacho
Kelechi Iheanacho
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho, framherji Manchester City, mun ekki yfirgefa félagið á láni í janúar en hann var ekki í leikmannahópi City er það gerði 2-2 jafntefli við Tottenham um helgina.

Orðrómar hafa verið á lofti um að hann muni yfirgefa City i janúar til að fá að spila meira, eftir að Gabriel Jesus kom til félagsins í janúar.

Iheanacho byrjaði leiktíðina mjög vel og skoraði hann þrjú mörk í fyrstu sex leikjum sínum en eins og ansi marg annað hjá City, hefur hann dalað og aðeins skorað þrjú mörk síðan.

Gabriel Jesus var í fyrsta skipti í leikmannahóp City gegn Tottenham og var það á kostnað Nígeríumannsins.

Hann er hins vegar sáttur við sína stöðu hjá City og ætlar hann að berjast um spiltíma. Iheanacho skoraði 14 mörk á síðustu leiktíð og þar á meðal þrennu gegn Aston Villa í enska bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner