Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. janúar 2017 23:00
Kristófer Kristjánsson
WBA hættir við að fá Ighalo
Tony Pulis leitar að framherja.
Tony Pulis leitar að framherja.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion ætlar ekki sækjast eftir kröftum Odion Ighalo eins og talið var eftir að félagið seldi Saido Berahino til Stoke.

Talið var að WBA hafi reynt að selja Berahino til Watford og fá Ighalo í hina áttina, það gekk ekki upp og fór Berahino til Stoke og ætlar félagið því ekki að kaupa Ighalo.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri félagsins, leitar nú af arftaka Berahino og ætlar hann að fá framherja til félagsins, þó að Jake Livermore hafi verið keyptur á tíu milljónir punda.

Ighalo átti frábæra leiktíð á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta í ensku úrvalsdeildinni og skoraði hann 17 mörk. Ekki hefur gengið eins vel á þessari leiktíð og hefur hann aðeins skorað tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner