Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. janúar 2017 14:33
Magnús Már Einarsson
Igor Taskovic æfir með Fjölni
Igor Taskovic.
Igor Taskovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Igor Taskovic, fyrrum leikmaður Víkings R., æfir þessa dagana með liði Fjölnis.

Kristján Einarsson, formaður meistaraflokksráðs Fjölnis, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Igor er án félags en Víkingur ákvað að framlengja ekki samninginn við hann síðastliðið haust.

Igor er 35 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður sem leysti einnig stöðu miðvarðar fyrir Víkinga.

Hann kom til Víkings fyrir tímabilið 2013 og hjálpaði því að komast upp úr 1. deildinni á fyrsta tímabili og ná Evrópusæti á því öðru. Hann var valinn í úrvalslið Pepsi-deildarinnar 2014.

Fjölnismenn eru að leita fyrir sér eftir liðsstyrk fyrir sumarið en í síðustu viku var norski miðvörðurinn Henrik Gjesdal hjá félaginu á reynslu.

Að sögn Kristjáns hafa Fjölnismenn ekki ákveðið hvort samið verði við Henrik eða ekki.
Athugasemdir
banner
banner