Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   mán 30. janúar 2017 16:25
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Lítum vel út fram á við núna
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Þar fór hann yfir stöðuna hjá Kópavogsliðinu sem hefur verið duglegt á leikmannarkaðnum að undanförnu.

Breiðabliki gekk illa í markaskorun í fyrra en hefur styrkt sóknarleikinn með því að fá Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Aron Bjarnason frá ÍBV og Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík.

„Við töldum okkur í fyrra vera að fara inn í tímabilið með sterkara lið en árið á undan. Menn sem hafa verið að skora mikið af mörkum voru ekki að virka. Framlínan var flott en eitthvað gerist og menn gátu ekki skorað. Við vorum að skapa okkur færi og spiluðum vel gegn sterkustu liðunum en ef þú skorar ekki þá telur það ekki," segir Arnar.

Blikar voru í Evrópubaráttu en gáfu eftir á lokasprettinum og höfnuðu í sjötta sæti.

„Við fengum bara eitt stig úr síðustu þremur leikjum og það er bara okkar aulaskapur. Við höfum verið núna að sækja okkur menn fram á við og ég er mjög ánægður með þá sem hafa komið. Þetta eru ólíkir en flottir leikmenn. Fram á við eigum við að vera sterkir."

Elfar á að spila erlendis
Varnarlega hafa einnig orðið breytingar. Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem mikið var á bekknum í fyrra fór í KR, Alfons Sampsted fór í atvinnumennsku í Svíþjóð og þá er miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason á láni hjá Horsens í Danmörku.

Horsens er með forkaupsrétt á Elfari í sumar og Arnar getur ekki reiknað með honum í sumar.

„Það er pottþétt að hann spilar ekki fyrr en í fyrsta lagi 15. júlí, hann er ekki laus fyrr því þá er glugginn lokaður. Hann gæti þá komið til baka en maður óskar öllum þessum drengjum velfarnaðar í þessum bolta. Elli er toppdrengur og hefur það mikla hæfileika að hann á að vera úti. Þá óskar maður þess að hann standi sig og komi ekkert heim á næstu árum. Ef hann kemur heim er honum fagnað vel en ef ekki þá óskum við honum góðs gengis úti," segir Arnar.

Viktor Örn Margeirsson, sem var þriðji hafsent Blika, er hugsaður sem byrjunarliðsmaður í dag við hlið Damir Muminovic.

„Við vorum með þrjá topphafsenta í fyrra sem eru svipaðir að gæðum. Þegar Viktor kom inn þá sást ekki munur á varnarleiknum. Þeir eru ólíkir en mjög fljótir og góðir á boltann. Ég er sallarólegur. Maður þarf að hugsa út í hvort ungu strákarnir séu nægilega góðir ef eitthvað kemur upp á, ef Damir eða Viktor lenda í meiðslum. Við erum með unga og virkilega flotta stráka sem eru mjög efnilegir en eru kannski ekki alveg tilbúnir, það getur samt margt breyst á fimm mánuðum. Við sjáum hvað gerist þegar nær dregur sumri."

Viðtalið við Arnar má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Arnar meðal annars um 2-4 tap gegn FH á föstudag, möguleika íslenskra þjálfara á störfum erlendis og stefnu varðandi uppalda leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner