banner
   mið 08. febrúar 2017 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Heimir: Davíð Þór gefur þessum hópi svo mikið
Icelandair
Davíð Þór á landsliðsæfingu árið 2008. Hann leiðir lið Íslands í nótt.
Davíð Þór á landsliðsæfingu árið 2008. Hann leiðir lið Íslands í nótt.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands ræddi við Fótbolta.net á Sam Boyd leikvangnum í Las Vegas í gær en framundan er vináttulandsleikur gegn Mexíkó í nótt klukkan 03:06 sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Athygli vakti að Davíð Þór Viðarsson, 33 ára gamall fyrirliði FH var valinn í landslið í fyrsta sinn síðan 2009 og hann mun væntanlega bera fyrirliðabandið í treyju númer 10 á miðjunni hjá íslenska liðinu í nótt.

„Allir sem hafa fylgst með íslenskum fótbolta vita hvað Davíð Þór gerir mikið fyrir FH liðið sem hefur verið Íslandsmeistari undanfarin ár," sagði Heimir við Fótbolta.net en á hann möguleika á áframhaldandi tækifærum með landsliðinu?

„Hans gæði eru alltaf og frekar stöðug. Hann er reyndar að spila á miðjunni og það er erfitt að komast inn í A-landsliðshópinn í þá stöðu," sagði Heimir.

„En í þessum hópi gefur hann svo ofboðslega mikið, ekki bara sem leikmaður heldur sem leiðtogi og reyndur leikmaður. Því miður er ekki mikið af þeim í þessum hópi."

„Hann gefur þessum hópi mjög mikið og það er ástæðan fyrir því að við völdum hann núna. Það er gaman að hafa leikmann eins og hann í þessum hópi," sagði Heimir að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heimir Hallgríms: Með kvíðatilfinningu fyrir leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner