Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
   mán 13. febrúar 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Sverrir: Þetta stækkar gífurlega gluggann fyrir mig
Sverrir Ingi Ingason í leik með Granada.
Sverrir Ingi Ingason í leik með Granada.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sverrir Ingi Ingason var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 á laugardaginn. Sverrir gekk til liðs við Granada í spænsku úrvalsdeildinni í janúar. Síðastliðinn mánudag átti hann flottan leik í 1-0 sigri liðsins á Las Palmas.

Granada er með 13 stig í næstneðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti. Þrátt fyrir erfiða stöðu er Sverrir bjartsýnn á framhaldið.

„Ég er bjartsýnn. Liðið var styrkt mikið í janúar. Þeir hreinsuðu til eins og þeim fannst þurfa. Liðið byrjaði tímabilið mjög illa og þeir skiptu um þjálfara eftir 7-8 umferðir. Þeir voru að gera mikið af jafnteflum og voru ekki mikið að tapa. Þetta var bara annar sigurinn á mánudag og sigrarnir telja mest. Við þurfum að halda áfram á sömu braut ef við ætlum að eiga möguleika á að halda sæti okkar í deildinni," sagði Sverrir í þættinum á laugardag.

Hefði getað beðið fram á sumar
Sverrir lék með Lokeren í eitt og hálft ár áður en Granada keypti hann í janúar. Fleiri félög höfðu verið að fylgjast með Sverri en hann ákvað að ganga í raðir Granada þegar tækifærið bauðst á að fara í spænsku úrvalsdeildina.

„Það var áhugi í sumar og núna í janúar var þetta það sem fór lengst. Ég hefði getað beðið fram á sumar til að opna fleiri möguleika og svo framvegis. Staðan hjá Lokeren var þannig að við vorum að keppa um lítið í Belgíu. Við vorum ekki að keppa um playoffs sæti eitt og vorum ekki að fara að falla. Ég átti bara eitt og hálft ár eftir af samningi mínum þar. Síðan kom þetta upp og mér leist rosalega vel á þetta verkefni," sagði Sverrir en hann segir Granada ætla sér að festa sig í sessi í spænsku úrvalsdeildinni á næstu árum, sama hvernig fer á þessu tímabili.

„Það eru komnir nýir eigendur inn í félagið (Granada) og þeir eru sterkir fjárhagslega. Þeir eru búnir að byggja upp nýtt æfingasvæði hérna og vilja bæta í. Þeir vilja festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni. Ef liðið fer niður á þessu ári verður allt sett á flug til að koma liðinu upp aftur. Þeir telja sig vera með alla aðstöðu til staðar sem fylgir því að vera í efstu deild á Spáni."

Stækkar gluggann
Sverrir er einungis 23 ára gamall en hann er núna kominn á stóra sviðið í La Liga. Það gæti opnað ennþá stærri möguleika í framtíðinni.

„Þetta stækkar gífurlega gluggann fyrir mig sjálfan. Bæði út um allan heim og sérstaklega innan Spánar. Ef þú sýnir að þú getur spilað í spænsku úrvalsdeildinni og spjarað þig ágætlega þá gefur það þér möguleika hvar sem er held ég," sagði Sverrir.

Sverrir er að koma sér fyrir á Spáni og hann er strax byrjaður í spænsku námi. „Ég er byrjaður að fara í tíma. Þetta er skemmtilegt tungumál og maður verður að ná þessu. Þeir vilja að sem flestir tali spænsku. Spánverjarnir eru ekkert frábærir í ensku oft á tíðum svo þetta er gott fyrir mig til að fólk skilji mig," sagði Sverrir.

Sverrir verður í eldlínunni með Granada í kvöld en liðið mætir Eibar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19:45.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner