lau 18.feb 2017 10:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fjölnisþrenna og Borgarbragur í útvarpinu í dag
Viðar Ari verður meðal gesta.
Viðar Ari verður meðal gesta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður fjölmennt og góðmennt í gasklefa X-ins 97,7 í dag þegar útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í loftinu.

Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14 en umsjónarmenn eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Þrír ungir Fjölnismenn mæta í heimsókn en Grafarvogsliðið hefur spilað gríðarlega vel á undirbúningstímabilinu. Viðar Ari Jónsson, Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson mæta í lauflétt viðtal.

Birnir og Ægir hafa verið að láta að sér kveða með Fjölnisliðinu en Viðar er orðinn lykilmaður og lék sína fyrstu A-landsleiki nýlega.

Hvernig verður þjóðarleikvangur Íslands í framtíðinni? Pétur Marteinsson segir okkur frá hugmyndum varðandi uppbyggingu Laugardalsvallar. Pétur og ráðgjafafyrirtækið Borgarbragur hefur unnið hagkvæmisathugun fyrir leikvanginn.

Þá verður rætt um dagskrá helgarinnar í boltanum, hér heima og erlendis.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches