Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2017 16:14
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur Hermanns: Erum ekki fullkomlega sáttir
Hjörtur í leiknum í dag.
Hjörtur í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
„Í hreinskilni sagt erum við ekki fullkomlega sáttir. Við getum unnið þetta lið. Það er alltaf barátta í svona nágrannaslögum, maður þarf bara að mæta hörkunni," sagði varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson eftir markalaust jafntefli Bröndby gegn FC Kaupmannahöfn.

Hjörtur átti góðan leik í hjarta varnarinnar en danska deildin fór aftur af stað um helgina eftir vetrarfrí.

FC Kaupmannahöfn er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig, Bröndby er í öðru sæti með 43 stig og segir Hjörtur að menn séu ákveðnir í að minnka bilið. Þetta var aðeins í annað sinn á tímabilinu sem mótherjum FCK tókst að halda hreinu gegn þeim.


Athugasemdir
banner
banner
banner