sun 19. febrúar 2017 19:15
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Þýskaland: Leipzig saxar á forskot Bayern
Leipzig fagnar sigrinum í dag
Leipzig fagnar sigrinum í dag
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Nýliðar Leipzig sigraði Borussia M'gladbach á útivelli í dag. Emil Forsberg kom Leipzig yfir en Thorgan Hazard klúðraði tækifæri á að jafna leikinn er hann klúðraði vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Timo Werner tvöfaldaði forystu Leipzig áður en Jannik Vestergaard minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Með sigrinum er Leipzig fimm stigum á eftir toppliði Bayern Munchen.

Köln mætti Schalke í hinum leik dagsins. Alessandro Schopf kom Schalke yfir strax á 2. mínútu leiksins.

Anthony Modeste jafnaði leikinn fyrir Köln undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat.

Borussia M. 1 - 2 RB Leipzig
0-1 Emil Forsberg ('31 )
0-1 Thorgan Hazard ('45 , Misnotað víti)
0-2 Timo Werner ('55 )
1-2 Jannik Vestergaard ('81 )


Cologne 1 - 1 Schalke 04
0-1 Alessandro Schopf ('2 )
1-1 Anthony Modeste ('43 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner