Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. febrúar 2017 06:30
Kristófer Kristjánsson
Guardiola kemur Wenger til varnar - „Óásættanlegt"
Pep Guardiola spjallar við Gylfa Þór Sigurðsson.
Pep Guardiola spjallar við Gylfa Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er ekki sáttur við þá gagnrýni sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal hefur fengið upp á síðkastið og segir hann hana vera óskiljanlega.

Wenger er búinn að vera við stjórn hjá Arsenal í 20 ár en margir stuðningsmenn félagsins hafa fengið nóg og vilja Wenger burt eftir 5-1 tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Guardiola er eins og áður segir, ekki sáttur við það.

„Það er óásættanlegt hvernig almenningur, fyrrum leikmenn og blaðamenn koma fram við Arsene Wenger, það er óásættanlegt. Hann er búinn að vera stjóri liðsins í 20 ár og hann á meiri virðingu skilið," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner