Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. febrúar 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Leicester kvartar yfir Millwall
Stuðningsmenn Millwall fóru hlaupandi inn á völl eftir leikinn á laugardag.  Hér ögra þeir stuðningsmönnum Leicester sem voru ennþá í stúkunni.
Stuðningsmenn Millwall fóru hlaupandi inn á völl eftir leikinn á laugardag. Hér ögra þeir stuðningsmönnum Leicester sem voru ennþá í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Leicester hefur lagt fram kvörtun til enska knattspyrnusambandsins eftir leikinn gegn Millwall í enska bikarnum um helgina. Kvörtunin er yfir hegðun stuðningsmanna Millwall á meðan á leik stóð og eftir leik.

Leicester segist hafa fengið kvartanir frá bæði stuðningsmönnum sínum og leikmönnum eftir leikinn um helgina.

Stuðningsmenn Millwall komu hlaupandi inn á völlinn eftir 1-0 sigur liðsins í leiknum.

„Við getum ekki samþykkt að stuðningsmenn okkar, leikmenn og starfsfólk sé sett í hættu," sagði í yfirlýsingu Leicester en félagið bíður nú eftir að enska knattspyrnusambandið skoði málið.

Millwall er í ensku C-deildinni en stuðningsmenn félagsins hafa áður komist í fréttirnar fyrir ólæti. Árið 2013 slógust stuðningsmenn liðsins innbyrðis í stúkunni á Wembley eftir leik gegn Wigan í undanúrslitum enska bikarsins.

Leicester stillti upp varaliði í leiknum um helgina en Claudio Ranieri ákvað að hvíla leikmenn fyrir leikinn gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Leicester hefur gengið illa í ensku úrvalsdeildinni og ensku meistararnir eru í fallhættu. Hér að neðan má sjá umræðu um Leicester úr sjónvarpsþætti Fótbolta.net.
Sjónvarpið: Er Leicester að fara að falla?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner