mán 20. febrúar 2017 22:05
Elvar Geir Magnússon
Rúrik lék í kvöld sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni
Rúrik lék allan leikinn í kvöld.
Rúrik lék allan leikinn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Rúrik Gíslason fékk loksins tækifæri í byrjunarliði í þýsku B-deildinni þegar Nürnberg mætti 1860 München. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Rúriks í deildinni á þessu tímabili.

Rúrik var í fremstu víglínu Nürnberg og lék allan tímann en það var 1860 sem fagnaði 2-0 sigri.

Tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá Rúrik á tímabilinu og hann var um tíma utan leikmannahópsins.

Nürnberg situr í 8. sæti B-deildarinnar.

Rúrik hefur leikið 37 A-landsleiki fyrir Ísland en ekki leikið landsleik síðan sumarið 2015. Hann vonast eftir því að vera í hópnum fyrir næsta verkefni sem er gegn Kosóvó í undankeppni HM en sá leikur verður eftir rúman mánuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner