Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 20. febrúar 2017 22:34
Stefnir Stefánsson
Arsene Wenger: Ég naut ekki leiksins
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger stillti gleði sinni í hóf þrátt fyrir að lið hans hafi komist áfram í 8 liða úrslit enska bikarsins í kvöld.

„Við gerðum það sem við þurftum að gera. Þetta var öðruvísi en við erum vanir, völlurinn og aðstæðurnar þá einna helst. Þetta var alls ekki auðveldur leikur, við verðum að gefa liði Sutton hrós. Þeir nýttu hvert einasta skipti sem að við gerðum okkur seka um mistök. Þeir spiluðu mjög vel," Sagði Arsene Wenger sem nýtti tækifærið og hrósaði leikmönnum Sutton í hástert.

„Þetta er í rauninni fimmta deild hér, þegar ég byrjaði að þjálfa þá voru leikmenn í fimmtu deild ekki í jafn góðu ásigkomulagi og leikmenn þeirra í kvöld. Þeir voru mjög skipulagðir og höfðu mikla ástríðu fyrir því að sem þeir voru að gera. Hefðum við ekki mætt með rétt hugarfar í leikinn þá hefðum við ekki farið áfram hér í dag."

„Ég naut ekki kvöldsins eins og ég hefði kannski átt að gera, því að þurfum að klára þetta og það reyndist vandasamt en gerðum það á endanum. Þetta var mikilvægt fyrir leikmennina. Á móti Bayern vorum við inni í leiknum þegar staðan var 1-1 og síðan tók við martraðar seinni hálfleikur hjá okkur, í dag vorum við 1-0 yfir í hálfleik og leikurinn var langt frá því að vera búinn," Sagði Wenger að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner