Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 22:47
Stefnir Stefánsson
Stjóri Sutton: Gríðarlega stoltur
Paul Doswell var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap
Paul Doswell var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir tap
Mynd: GettyImages
Stjóri Sutton var stoltur af sínum mönnum í leikslok þrátt fyrir tap. Enda var liðið að spila við eitt allra sterkasta lið Englands og var Arsenal líklega of stór biti fyrir þá.

„Þetta var draumi líkast að sjá lið mitt spila á móti liði eins og Arsenal. Gæðin sem að þeir buðu uppá og dugnaðurinn sýndi öllum hvað það var mikið í húfi fyrir okkur. Fyrir það er ég gríðarlega stoltur." sagði Paul Doswell stjóri utandeildarliðsins Sutton United.

„Þetta var úrslitaleikur okkar í bikarnum og þessir leikmenn voru að skrá sig í sögubækurnar þegar allt kemur til alls."

„Við vorum vonsviknir með að ná ekki að skora fyrir allt fólkið sem sá sér fært að mæta, en tilfinningin var magnþrungin samt sem áður. Stuðningurinn sem við höfum fengið í keppninni er búinn að vera frábær. Allir hérna sem standa að klúbbnum eru að vinna sjálfboðaliðastarf. Munið það. Við erum ekki lið í annari eða fyrstu deild, við erum hefðbundið enskt utandeildarlið." sagði Doswell sem nýtti tækifærið og hvatti liðsmenn Lincoln áfram.

„Lincoln og Sutton hafa verið stoltir flaggberar neðrideildarliðanna í þessari keppni. Ég óska Danny og Nicky hjá Lincoln velfarnaðar í framhaldinu. Farið og nýtið sviðsljósið eins og við gerðum." sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner