þri 21. febrúar 2017 06:00
Stefnir Stefánsson
Pique reiður vegna gagnrýni á Enrique
Gerard Pique er ekki sáttur
Gerard Pique er ekki sáttur
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, kemur stjóra sínum til varnar en Luis Enrique hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðastliðna daga eftir tap liðsins í Meistaradeild Evrópu. Þá var baulað á Enrique eftir nauman sigur liðsins á Leganes.

Pique sakar þá stuðningsmenn sem að bauluðu um að vera með skammtímaminni. Tapið gegn PSG var stærsta tap liðsins undir stjórn Enrique síðan hann tók við félaginu árið 2014.

Þá segir hann einnig að stuðningsmenn félagsins skuldi Enrique þakklæti en fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið.

„Stuðningsmennirnir skulda honum þakklæti fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið bæði sem leikmaður og sem knattspyrnustjóri, við höfum unnið 8 titla af 10 mögulegum undir hans stjórn og við stöndum með honum fram í rauðan dauðann, sagði varnarmaðurinn reiður.

Af þessum 8 titlum þá vann Barcelona þrefalt undir stjórn Enrique þegar þeir unnu deildina, Spænska kongungsbikarinn og Meistaradeild Evrópu tímabilið 2014 til 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner