Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. febrúar 2017 07:00
Stefnir Stefánsson
Rafa Benítez óttast um Dwight Gayle
Dwight Gayle og Rafa Benitez
Dwight Gayle og Rafa Benitez
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez, stjóri Newcastle United, sagðist óttast um að meiðslin sem að Dwight Gayle, markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu, hlaut í leik liðsins gegn Aston Villa í gærkvöldi væru alvarleg. Hann sagðist þó vona það besta.

Newcastle skellti sér á topp deildarinnar í gærkvöldi með sigri á Aston Villa en það var súrsæt tilfinning því að þeir misstu sinn markahæsta leikmann í meiðsli. Yoan Gouffran kom liðinu yfir áður en að Gayle meiddist. Gayle er búinn að skora 20 mörk fyrir liðið á tímabilinu og því munar um minna.

„Hann er búinn að standa sig virkilega vel á æfingum, hann var að vísu að eignast barn og missti mikinn svefn í aðdraganda leiksins, kannski spilaði það inn í að honum leið ekki vel alveg frá byrjun."

„Við urðum að taka hann af velli, hann var byrjaður að haltra. Þetta virðast vera sömu meiðslin aftan í læri, sem að hann var að glíma við í byrjun nóvembermánaðar,"
sagði Benítez áhyggjufullur.

„Hann mun missa af einhverjum leikjum það er klárt mál. En við vonum að meiðslin séu ekki alvarleg."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner