þri 21. febrúar 2017 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Martial er að bregðast liðsfélögum sínum"
Parker gagnrýnir Martial.
Parker gagnrýnir Martial.
Mynd: Getty Images
„Fólk segir að Martial hafi ekki fengið tækifæri en staðreyndin er að þegar hann fær tækifæri nær hann ekki að grípa það," segir Paul Parker, fyrrum hægri bakvörður Manchester United.

Hann segir að Anthony Martial sé að bregðast liðsfélögum sínum hjá United.

„Þega tölfræði hans er skoðuð sér maður ekki mikið kjöt á beinunum. Ég er hjartanlega sammála Jose Mourinho í því að ég vil sjá meira frá honum. Ég krefst þess að fá meira framlag."

„Hann missir boltann of auðveldlega. Þegar hann tapar boltanum þá sýnir hann liðsfélögunum ekki þá virðingu að gera allt til að reyna að vinna hann aftur eða koma sér í þá stöðu að aðstoða við að stöðva sókn andstæðingana."

Parker gagnrýnir fleiri leikmenn United en hann segir að Paul Pogba taki of margar snertingar á knöttinn, mun fleiri en hann var vanur að gera hjá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner