Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2017 19:30
Elvar Geir Magnússon
Zidane: Isco veit að ég elska hann
Hvar spilar Isco næsta tímabil?
Hvar spilar Isco næsta tímabil?
Mynd: Getty Images
Framtíð sóknarmiðjumannsins Isco hjá Real Madrid hefur mikið verið í umræðunni og talað um að hann sé óánægður með takmarkaðan spiltíma.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sagði á fréttamannafundi frá því að Isco væri í miklum metum hjá sér en vildi ekki svara því hvort hann hefði beðið leikmanninn um að vera áfram á Santiago Bernabeu.

Isco skapaði bæði mörkin í 2-0 sigrinum gegn Espanyol í La Liga á laugardaginn og sagði eftir leikinn að hann vildi vera áfram hjá Real Madrid en þyrfti að fá meiri spiltíma.

„Afstaða hans er mjög skiljanleg," segir Zidane sem er ekki pirraður yfir því að Isco hafi sagt þetta opinberlega.

„Þið fréttamenn spyrjið hann spurninga og hann svarar. Ég er alveg viss um að hann er með fulla einbeitingu. Hann er mjög góður fótboltamaður. Ég met hann mikils og hann er hluti af hópnum."

„Ég vil að mínir leikmenn séu klárir þegar kallið kemur. Ég mun ekki breyta mínum hugmyndum á þessu tímabili. Isco veit að ég elska hann, ég elska hvernig hann spilar Hann er frábær fótboltamaður. Ég er með 23 mjög góða leikmenn í mínum röðum og þetta er erfitt val, leikmenn skilja það. Þetta er ekki neitt persónulegt."
Athugasemdir
banner
banner