Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. febrúar 2017 19:47
Þorsteinn Haukur Harðarson
Hvað sagði Wenger við aðstoðardómarann sem orsakaði bann?
Wenger vísað upp í stúku.
Wenger vísað upp í stúku.
Mynd: Getty Images
Eins og margir muna eftir afplánaði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, nýverið fjögurra leikja bann eftir orðaskipti við Anthony Taylor.

Anthont Taylor var aðstoðardómari í leik Arsenal gegn Burnley og þegar Jon Moss, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á Arsenal í uppbótartíma brást Wenger illa við.

Skýrslan sem dómarar skrifuðu eftir leikinn hefur nú verið opinberuð og þar segir Taylor.

„Þegar vítaspyrnan var dæmd rauk Wenger að mér til að mótmæla dómnum. Ég sagði honum að vera rólegur en han svaraði með því að segja að ég væri óheiðarlegur gagnvart enska knattspyrnusambandinu. Síðan sagði hann „f*ck off" í tvígang."

Wenger fékk fjóra leiki í bann auk þess sem hann fékk 25 þúsund punda sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner