Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2017 20:14
Þorsteinn Haukur Harðarson
Samuel Eto'o á leið í kínversku B-deildina
Samuel Eto´o
Samuel Eto´o
Mynd: Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Samuel Eto'o er sagður vera enn einn leikmaðurinn á leið í kínverska boltann.

Eto'o, sem kemur frá Kamerún og hefur leikið með liðum á borð við Barcelona, Inter Milan og Chelsea, er þó ekki á leið í kínversku ofurdeildina því hann er orðaður við Dalian Yifang í B-deildinni.

Félagaskiptaglugginn lokar á kínversk lið í lok febrúar og því má búast við því að skiptin gangi í gegn á næstu dögum.

Eto'o hefur leikið með Antalyaspor í Tyrklandi frá árinu 2015 en þar hefur hann skorað 28 mörk í 47 leikjum.

Hann þótti á sínum tíma einn besti framherji heimsins en hann vann deildarmeistaratitla á Spáni og Ítalíu auk þess sem hann vann Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner